Ísland Sumar 2024

Mætt við Gindavíkur hraunið. Stórkostleg sýn og agaleg á sama tíma.


Í mars á þessu ári poppaði upp sú pæling at fara til Íslands. Strákarnir hafa aldrei ferðast um landið með mömmu sinni og Jara hafði aldrei  heimsótt "heimalandið". Við fórum í gang að skoða hvort þetta væri yfir höfuð hægt. Og jú, þetta gekk, og punkturinn yfir i-ið var að Stebbi og Halldóra lánuðu okkur bíl svo það færi vel um okkur. Söknum bílsins mikið nú þegar þegar við setjumst í rúmenska Renaultin okkar.

Ferðin var gróflega plönuð þannig að fara fyrst norður á Dalvík og vera þar í ca viku og síðan seinni vikan í bústaðnum hjá Pabba. 

Við byrjuðum ferðina í Köben, vorum eina nótt í Köben og svo eldsnemma um morguninn var tekið flug til Osló og svo þaðan til Íslands. 

Magnea í Osló...náði 55 mínútum.

Við lentum á Íslandi rétt fyrir hádegið og svo seinni partinn var brunað í Hveragerði og strákarnir sóttir til pabba þeirra og svo á KFC :) og norður. Við vorum komin á Dalvík um tíuleytið um kvöldið. 

Lentur á Dalvík



Fyrsti göngutúr Jöru á Íslandi við Böggvistaðafjall.

Bróðir Magneu, Máni, og konan hans Harpa og börnin Jakob og Yrja voru með okkur fyrstu vikuna á Dalvík. Ótrúlega gaman að sitja og kjafta og Máni, snillingur í eldhúsinu græjaði fisk í raspi, pizzur, læri og ég veit ekki hvað. 

Poppað á gamla mátan í 70 ára gömlum pottum. Harpa er meistari í poppi.

Jara, Fróði, Jakob, Krummi og Yrja í sófanum á Kirkjuveginum í Dalvík.




Máni og Jakob á leið út í Hrísey.


Sundlaugin á Dalvík var heimsótt 5 eða 6 sinnum þessa dagana. Guð hvað ég sakna sundlauganna á Íslandi. Ég tók skrefið og skellti mér í kaldan pott! 

Magnea var einnig dugleg að hitta Birnu ömmu og rúnta um sveitina og spjalla. Birna er 92 ára töffari.

Krakkarnir með ömmu Birnu. Jara átti erfitt með að vera eðlileg á myndum í þessari ferð :)


Svo tókum við Máni vel á því að koma bjór niður í gegnum þvagrásirnar. Kaldi var drukkinn í stórum stíl ásamt vel af ýmsum íslenskum bjórtegundum.


Klárlega besti lager bjórinn. Væri til í að flytja hann inn til DK.

Mér fannst þessi góður.


Og þessi...

Fyrir norðan var Siglufjörður heimsóttur í brakandi blíðu. Ég fór í svakalegt nostalgíukast og hreinlega tók inn Siglufjörðinn í blíðunni. Við fengum smá snæðing og svo karfa við skólann og á eftir var rölt um bæinn. Ég fann æskuheimili mömmu á Hólaveginum og Magnea fann hvar pabbi hennar, Magnús, ólst upp. Svo var kíkt í kirkjugarðinn og fundum leiði ömmu og afa, Gylfa og Guggú. Eiginlega rambaði á þau þarna. 

Skrifað í fjöruna á Sigló

Fjaran á Sigló


Landslagsmynd á Sigló




Fjaran á Sigló
Aðalgatan á Sigló hefur breyst aðeins...og enginn bíó ís :(

Útsýnið frá kirkjugarðinum  á Sigló

Jara að tína blóm á Sigló.
Afi og Amma












Veðrið fyrir norðan var glimrandi allan tímann. Einn dagur sem var almennilega blautur annars flottir dagar.

Við lengdum heimsóknina fyrir norðan um tvo daga til að ná Hrísey og sundlauginni á Akureyri. 

Á leið út í Hrísey


Fyrir Sunnan voru svo fossarnir skoðaðir, rúlluðum í Vík. Lágum í læknum í Reykjadal. Sund í Kef og Laugardal. Plokkfiskur, saltfiskur og reyktur silungur. Pútt í Keflavík, Skessan og ís í Úngó (besti vélarísinn sem ég fékk í ferðinni). 





Tveir  úr tungunum

Jara "pantaði pylsu með öllu, nema sinnep, tómat, remolaði, lauk og pylsu" Bara Steiktur laukur takk.
Myndin tekin í Vík

Fínasta mynd af okkur Magneu.


Pabbi og Amma Erla


Stefán Agnar að sneiða saklaus lömb.

Barnabarnabörn og barnabarn.






Púttað á púttvellinum í Kef. 

Horft til sjávar frá skessuhellinum.



Skessustóllinn!

Klifrað í minnismerkinu góða. Þarna klambraði ég nú nokkrum sinnum í den.



Þetta voru yndislegar 2 og hálf vika, með áherslu á að leyfa börnunum að kynnast landinu og ekki þreyta þau með endalausum kaffiboðum með gömlu frændfólki og vinum. Sú ferð kemur seinna :)


Flakkið okkar á Íslandi.





Ummæli

Helgi sagði…
Gaman að ferðin ykkar hafi verið svona vel heppnuð. Skemmtilegt að lesa og fínar myndir.
Helgi sagði…
Styttist í færslu?

Vinsælar færslur